Nýjast á Local Suðurnes

Í skoðun hvort hægt verði að halda matarúthlutunum áfram

Sjalfboðaliðaverkefni Fjölskylduhjálpar Íslands, sem miðar að því að koma matarúthlutunum til þeirra sem á þurfa að halda með aðstoð björgunarsveita nær ekki til íbúa á Reykjanesi. Verið er að skoða hvort mögulegt sé að úthluta utan höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi er ekki ljóst hvenær hægt verður að þjónusta íbúa á Suðurnesjum, en í svari við fyrirspurn var blaðamanni bent á að beina fyrirspurnum á Fjölskylduhjálp Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Þaðan bárust ekki svör, en á heimasíðu kemur fram að verið sé að skoða hvort og þá hvernig hægt verður að koma til móts við íbúa annara sveitarfélaga.

Sjálboðaliðar réðust í verkefnið á höfuðborgarsvæðinu og hafa komið því til haga að matarpakkar verði keyrðir út til þeirra sem eru í neyð með aðstoð björgunarsveita.