sudurnes.net
Hvetur Suðurnesjamenn til að sniðganga Gentle Giants - Fyrirtækið skoðar rétt sinn - Local Sudurnes
Suðurnesjamenn eru hvattir til að sniðganga eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins, Gentle Giants á Húsavík, og gefa því lágmarkseinkunn á samfélagsmiðlinum Facebook, eftir að mikill kostnaður vegna förgunar trébátsins Storms SH 333 lenti á Reykjaneshöfn. Áskorunin var sett fram í morgun af blaðamanninum Atla Má Gylfasyni í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Betri bær. Báturinn hafði legið við bryggju í Njarðvík undanfarin níu ár, þar af undanfarna mánuði á botni hafnarinnar, eftir að hann sökk. Greint var frá kostnaði Reykjaneshafnar vegna bátsins, og meintum klækjabrögðum fyrirtækisins við að losna við hann í prentútgáfu stærsta hérafréttamiðils landsins, Víkurfréttum. Þar er haft eftir hafnarstjóra Reykjaneshafnar að mikill kostnaður við förgun bátsins hafi lent á Reykjaneshöfn auk þess sem fyrri eigandi, Gentle Giants, hafi ekki greitt rafmagnskostnað og lestar- og bryggjugjöld. Þá hafi ítrekuðum beiðnum hafnarinnar um að málum varðandi bátinn yrði komið lag ekki verið sinnt. Hvalaskoðunarfyrirtækið gefur sig út fyrir að stunda umhverfisvæna starfssemi og í umhverfisstefnu fyrirtækisins, sem birt er á heimasíðu þess er sérstaklega tekið fram að fyrirtækið starfi í samvinnu við viðkomandi yfirvöld varðandi eyðingu á úrgangi sem geti skaðað umhverfið, auk þess að tilkynna yfirvöldum án tafar ef að skip eða bátar í eigu þess séu að valda umhverfinu skaða. Athugum [...]