Nýjast á Local Suðurnes

Hvetja fyrirtæki til að styrkja Hróa hött

Fyrirtækið Zolo & Co hefur ákveðið að styrkja Barnavinafélagið Hróa hött í kjölfar frétta af lokunum mataráskrifta barna í grunnskólum Reykjanesbæjar vegna ógreiddra reikninga. Forsvarsmenn fyrirtækisins skora á aðra að gera slíkt hið sama í umræðum um málið á íbúavefnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.

Hrói Höttur Barnavinafélag eru félagasamtök venjulegs fólks sem er umhugað um velferð grunnskólabarna, segir á vef þess. Félagið var stofnað í árið 2011 og hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega við bakið þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt og hafa ekki sömu lífsgæði og bekkjasystkyni þeirra.

Allar upplýsingar um hvernig styrkja má félagið er að finna á vef þess, hhb.is