Nýjast á Local Suðurnes

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2016

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

Allir sem vilja geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna.Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári s.s. vinnu með nemendum, stefnumótun og skipulag, verkefni eins kennara eða samvinnuverkefni, verkefni í almennri kennslu eða sérgreinum, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf eða félagsstarf.

Skila þarf inn tilnefningum fyrir 20. maí 2016.

Form fyrir tilnefningu

Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 7. júní 2016.