Nýjast á Local Suðurnes

Húsfyllir á fundi Ásmundar – “Átti hálf bágt með mig að sjá allt þetta fólk”

Um 200 manns mættu á samstöðufund sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hélt á Nesvöllum í kvöld. Ásmundur býður sig framí 1. – 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningar sem stefnt er að að fari fram þann 29. október næstkomandi.

“Ég átti hálf bágt með mig að sjá allt þetta fólk gefa mér þennan stuðning og stund í dag. Ég fékk svo sannarlega byr í seglin fyrir siglinguna sem er fyrir höndum.” Sagði Ásmundur meðal annars á Facebook-síðu sinni eftir fundinn.

Á fundinum ræddi Ásmundur helstu baráttumál sín, sem eru kjör aldraðra og öryrkja auk samgöngumála, þá kom fram á fundinum að bráðlega verði opnuð kosningaskrifstofa við Hafnargötu, þar sem allir verða velkomnir í spjall við frambjóðandann.