sudurnes.net
Húseigendur höfðu betur gegn Reykjanesbæ og fleiri aðilum fyrir dómi - Local Sudurnes
Húseigendur í Ásahverfi í Reykjanesbæ, sem kröfðust bóta úr hendi Reykjanesbæjar og fleiri aðila, vegna galla á fasteign sem þau festu kaup á árið 2016, höfðu betur fyrir héraðsdómi á dögunum. Reykjanesbær og aðrir stefndu, fyrrum eigendur hússins, voru dæmdir til greiðslu tæplega 41 milljónar króna auk rúmlega 6 milljóna króna málskostnaðar. Beindu húseigendur kröfum sínum að Reykjanesbæ vegna vanrækslu við eftirlit með framkvæmdum við byggingu fasteignarinnar á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, byggingarstjóra og seljendum fasteignarinnar á grundvelli laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Loks beindu þau kröfu að fyrri eigendum og húsbyggjendum eignarinnar. Í dómi héraðsdóms voru stefndu, þar á meðal Reykjanesbær dæmd óskipt til greiðslu bóta vegna alls tjóns stefnenda að undanskildu tjóni vegna afnotamissis. Var matsgerð dómkvadds matsmanns lögð til grundvallar við mat á viðgerðarkostnaði. Byggingarstjóri hússins var hins vegar sýknaður, meðal annars vegna fyrningarkrafna á hendur honum. Reykjanesbær bar meðal annars fyrir sig fyrningarkröfum fyrir dómi, en í dómnum kemur fram að fyrningarfrestur hafi verið rofinn á tímabilinu sem málið náði yfir. Meira frá SuðurnesjumLögðu til að ritun Sögu Keflavíkur yrði slegið á frestNjarðvíkursigur í spennutrylli – Oddaleikur í Vesturbænum á föstudagTindastóll hafði ekki kærurétt – Hill mun leika með Keflavík á mánudagRauði krossinn fær [...]