sudurnes.net
Hundruð barna í sóttkví - Svona virkar þetta! - Local Sudurnes
um 300 leikskólabörn af leikskólunum Holti og Stapaskóla í Reykjanesbæ og Gefnarborg í Garði eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindust á leikskólunum. Sérstakar reglur gilda um börn í sóttkví og hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fengið fjölda fyrirspurna vegna þessa. Stofnunin birti svör við helstu spurningum á Facebook-síðu sinni. Vegna fyrirspurna sem borist hafa til HSS varðandi börn í sóttkví er rétt að taka fram eftirfarandi: Ef barn er sett í sóttkví þarf annað foreldrið að taka að sér að vera með barninu í sóttkví. Foreldrar mega ekki skipta með sér sóttkví því þá eru fleiri útsetttir fyrir smiti. Skipta þarf upp heimilinu eins og kostur er og gæta að smitvörnum. Á sjöunda degi fer barnið í sýnatöku en ekki foreldrið. Ef annað eða bæði fá einkenni innan þessa sjö daga, þurfa þau að bóka sig í einkennasýnatöku. Mikilvægt er að mæta alls ekki veik í sóttkvíarsýnatökuna. Meira frá SuðurnesjumRagnarök keppa gegn Come On Bear í hjólaskautaati í GarðiHækka hvatagreiðslurLægstu systkynafslættir fyrir skóladagvistun í ReykjanesbæUm 200 leikskólabörn og starfsfólk í sóttkví fram að jólumHvatagreiðslur til yngri iðkendaVíðir í toppbaráttuna eftir sigur á NjarðvíkÍbúðalánasjóður samþykkir uppbyggingu á 9 Leiguheimilum á SuðurnesjumSkorað á Pál Val að fara fram á ný – Náði miklu [...]