Nýjast á Local Suðurnes

Hugmyndir bæjarbúa verða að veruleika

Mynd: Facebook- Ozzo

Farið var yfir stöðu mála varðandi hugmyndasöfnun sem fram fór á vefnum Betri Reykjanesbær á tímabilinu 31. mars til 14. apríl 202, á fundi framtíðarnefndar sveitarfélagsins í vikunni, en samtals voru sendar inn 93 hugmyndir og er unnið að því að flokka og meta hugmyndirnar.

Rafræn íbúakosning um þær hugmyndir sem taldar verða framkvæmanlegar á árinu fer fram dagana 31. maí til 6. júní næstkomandi. Þau verkefni sem verða fyrir valinu verða síðan hönnuð, boðin út og framkvæmd frá vori og fram eftir ári eftir umfangi verkefna.