Nýjast á Local Suðurnes

HSS neðarlega á lista í vinnumarkaðskönnun – Hvernig finnst þér þjónustan?

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt athöfn á Hilton Nordica í maí síðastliðnum, en um er að ræða könnun sem Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu stendur fyrir árlega. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja endaði neðarlega á lista í þessari könnun.

Valið er byggt á svörum starfsmanna ríkisstofnanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins og byggir könnunin alfarið á mati starfsmanna, en þannig eru niðurstöðurnar mælikvarði á frammistöðu stofnana þegar kemur að stjórnun, starfsanda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi, ímynd stofnana og jafnrétti.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja lenti afar neðarlega á listanum að þessu sinne eða í 153. sæti af þeim 162 stofnunum sem náðu á lista í könnuninni, sem tæplega helmingur starfsfólks tók þátt í. Töluverð ólga hefur verið á meðal starfsmanna HSS síðan nýr forstjóri tók við í febrúar síðastliðnum. Meðal annars hafa starfsmenn sagt upp störfum auk þess sem á annan tug starfsmanna skrifuðu undir vantraustyfirlýsingu á störf forstjórans sem send var til Heilbrigðisráðuneytisins.

Hér fyrir neðan má taka þátt í könnun varðandi þjónustuna á HSS:

Hvernig finnst þér þjónustan á HSS?

View Results

Loading ... Loading ...