sudurnes.net
HS Orka opnar skrifstofu í Krossmóa - Local Sudurnes
HS Orka hafa undirritað leigusamning til sjö ára um skrifstofuhúsnæði KSK Eigna í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Þar munu 12-15 starfsmenn HS Orku verða staðsettir að staðaldri en aðrar starfsstöðvar fyrirtækisins verða eftir sem áður í Svartsengi, Reykjanesvirkjun og Turninum í Kópavogi. Um þriðjungur af 90 manna starfsliði HS Orku er búsettur á Suðurnesjum og starfa flestir þeirra í orkuverunum tveimur eða í Krossmóa. Samhliða flutningum í Krossmóa hefur aðstaða fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi verið stækkuð til að rúma betur annað starfsfólk sem áður hafði aðsetur í Svartsengi. Flutningarnir koma í kjölfar þess að ekki er talið óhætt að flytja alla starfsemi fyrirtækisins í bráð í höfuðstöðvar þess í Svartsengi eftir umbrot síðustu fjögurra mánaða. Samningar um leigu í Krossmóa undirritaðir Vinnustaður á hrakhólum Starfsemin í Krossmóa hafði áður fast aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Svartsengi en jarðhræringar og eldsumbrot síðustu mánaða valda því að óvíst er hvort og þá hvenær hægt verður að snúa þangað á nýjan leik. Í dag er lágmarksmannskapur þar við störf, einkum við rekstur orkuversins, en fyrir náttúruhamfarirnar í nóvember höfðu nær allir 90 starfsmenn HS Orku starfsaðstöðu í Svartsengi. Skrifstofurnar nýju eru á annari hæð í Krossmóa. Þær eru rúmgóðar og bjartar en þar [...]