Nýjast á Local Suðurnes

Hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti mengunarslys vegna United Silicon

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íbúi í Reykjanesbæ hringdi í Neyðarlínuna í gærkvöldi og tilkynnti um mengunarslys vegna verksmiðju United Silicon í Helguvík. Umræddur aðili hafði áður hringt í Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vegna málsins, en í símsvara þar er fólki bent á að hringja í Neyðarlínuna til þess að tilkynna um mengunarslys verði slíkt slys utan vinnutíma eftirlitsins.

Fulltrúi Neyðarlínunnar tjáði viðkomandi að það þyrfti að berast inn ákveðið magn af kvörtunum til þeirra til þess að eitthvað yrði gert, segir í umræðum um málið í Facebook-hópnum Andstæðingar stóriðju í Helguvík, en þar kemur fram að fjölmargir hafi fundið fyrir miklum óþægindum vegna lyktarmengunar í gærkvöldi og í morgun.