Nýjast á Local Suðurnes

Hraunrennsli og gaslosun aukast

Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna og gosið virðist tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af.

Þetta kemur fram í færslu Veðurstofu á Facebook. Þar segir einnig að gaslosun hafi aukist og gosefni séu að berast hærra upp í andrúmsloftið og lengra en áður. Á meðfylgjandi mynd úr Sentinel 5P gervitunglinu frá laugardeginum 8. maí, sést vel hversu langt gasmengun getur borist út fyrir landsteinana. Á myndinni hefur tunglið mælt SO2 í andrúmsloftinu í um 450 kílómetra fjarlægð suður af gosstöðvunum við Fagradalsfjall.