Nýjast á Local Suðurnes

“Hraunað” yfir tilboð Bláa lónsins – “Engin heilvita manneskja fer í þetta sullumdrull”

Bláa lónið tilkynnti á dögunum að fyrirtækið myndi gefa öllum einstaklingum, 14 ára og eldri, 5.000 kr. inneign upp í Premium aðgang Bláa Lónsins og að frítt yrði í lónið fyrir börn 13 ára og yngri. Fyrirtækið hefur einnig auglýst tilboðið grimmt, en opnað verður fyrir gestagang í lónið þann 19. júní næstkomandi.

Líkt og oft vill gerast á veraldarvefnum eiga neikvæðar umræður það til að yfirtaka það jákvæða, en svo virðist vera í þessu tilfelli. Þannig hefur á fimmta tug ummæla birst við tengla á frétt Sudurnes.net sem birt var á dögunum og hefur farið víða á samfélagsmiðlunum. Langflest ummælin eru á neikvæðu nótunum og þó flestir kjósi að segja bara “Nei takk!” þá eru sumir sem taka ummælin aðeins lengra eins og sjá má hér fyrir neðan:

“Bláa Lónið vildi okkur ekki þegar nóg var af ferðamönnum. Nú vill ég ekki Bláa Lónið . What goes up must come down …..”

“Nú hefur læknirinn hugsað, fyrst það koma svona fáir ferðamenn. Eigum við þá ekki einhvern veginn að plata Íslendinginn ofan í!”

“Get bara ekki hugsað mér að fara í þennan drullupoll”

“Hafa ekki viljað íslendinga hingað til. Sama og þegið.”

“Hey sæðislón,,, Thumbs up!”

“Nei takk aldrei i bláa lónið fari Þetta gerpi til helvítis og njóti arðgreiðslur þar”

“Þetta er saurpollur. Engin heilvita manneskja fer í þetta sullumdrull”

“Skyndilega hægt að bjóða afslátt og það góðan afslátt eftir okrið siðustu ára þeir allavega sýna það vel hvað þeir hafa okrað með þessum lækkunum”

Einn aðili kom þó með áhugaverð ummæli sem gaman verður að sjá hvort rætast:

“Verður fróðlegt að sjá þá sem drulla yfir bláa lónið en standa svo í röð til að kaupa sér miða ofan í! #hræsni!”