sudurnes.net
Höfnuðu fjölgun íbúða og fækkun bílastæða - Local Sudurnes
Ósk um breytingu á samþykktu deiliskipulagi sem felst í að íbúðum við Tjarnabraut 2 og 4 verði fjölgað og að bílastæðahlutfall yrði lækkað var hafnað af Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á síðasta fundi. Á meðal þess sem eigendur lóðanna óskuðu eftir var að íbúðum við Tjarnabraut 2 yrði fjölgað úr 14-15 íbúðum í 22 íbúðir. Bílastæðahlutfall yrði lækkað úr 1,8 í 1,6 á íbúð. Að byggingamagn fyrir A-rými yrði aukið úr 2100 fermetrum í 2300 fermetra, þannig að nýtingahlutfall fari úr 0,57 í 0,63. Þá var óskað eftir því að heimil verði útskot fyrir stigahús. Byggingareitur færist um 1,5m til suðurs og stækki um 1m til vesturs en 2m til austurs. Breytingar sem óskað var eftir við Tjarnabraut 4 voru meðal annars að íbúðum fjölgi frá 10-11 í 16 íbúðir, bílastæðahlutfall fari úr 1,8 í 1,6 á íbúð og að byggingamagn A-rýma yrði aukið. Þá var óskað eftir færslu á byggingareit um 3 metra til suðurs og stækkun um 1 meter til austurs. þá var einnig óskað eftir að heimilt yrði að byggja útskot fyrir stigahús. Eigendur lóðanna hafa áður reynt að fá skipulagi á reitunum breytt í þeim tilgangi að fjölga íbúðum og fækka bílastæðum, en Umhverfis- og skipulagsráð hafnaði einnig beiðni [...]