sudurnes.net
Höfnuðu erindi um hækkun á íbúðarhúsi - Framkvæmdir stopp í rúmt ár - Local Sudurnes
Erindi eiganda tvílyfts íbúðarhúss við Selás í Reykjanebæ varðandi 90 cm hækkun á byggingunni var hafnað af umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á fundi ráðsins þann 19. febrúar síðastliðinn. Málið er umdeilt og sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í ráðinu hjá við afgreiðslu þess og lögðu fram bókun þar sem þar sem segir meðal annars “…að ekki hafi verið reynt til þrautar að finna lausnir í þessu afar óheppilega máli sem á sér langa og erfiða forsögu…” Málið hefur verið í gangi í kerfinu í langan tíma og voru framkvæmdir við byggingu hússins stöðvaðar með ákvörðun byggingafulltrúa í desember árið 2019, en ekkert hefur verið unnið við bygginguna síðan þá. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sem staðfesti ákvörðun byggingarfulltrúa með úrskurði í júní á síðasta ári. Í úrskurði nefndarinnar, sem skoða má í heild hér, kemur meðal annars fram að svo virðist sem mistök af hálfu beggja aðila virðast hafa valdið því að málið er komið í þennan farveg, þannig hafi byggingarfulltrúi samþykkt uppdrætti sem gerðu ráð fyrir að húsið væri rúmum meter hærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir, eða 7,62 m á hæð í stað 6,3 metrar frá gólfplötu, þ.e. að gólfkótinn væri 13,20 og hæsti [...]