sudurnes.net
Hlýnar í veðri - Vara við hálku þar sem hálkuvörn binst illa við yfirborð vega - Local Sudurnes
Talsvert hefur dregið úr frostinu syðst á landinu og eru litlar líkur á að við munum sjá svipaðar tölur þar aftur í bili, segir Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í textaspá dagsins. Á þriðjudaginn verður mesta kuldakastið liðið hjá og við taka mildari tímar, allavega í bili. Samt mun hitinn vera lengst af plús/mínus 3 gráður hjá flestum, þótt vissulega mælist bæði hærri og lægri hita á milli. Þá er færð með ágætum Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi, en Vegagerðin bendir á að kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegum þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar. Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir. Meira frá SuðurnesjumMættu ekki á æfingar og boluðu Margréti burtSvæðið í kringum gosstöðvarnar ekki lokað – Þetta þarf göngufólk að hafa í huga!Kvartanir um mengun þrátt fyrir að slökkt sé á ofni – 3500 vilja kísilver burt úr HelguvíkEnginn stuðningur frá ríkinu til VogaÁreitismál í Reykjanesbæ – Þekkt að hælisleitendur gefi upp rangan aldurLjósanótt: Morgunverðarhlaðborð Kkd. Keflavíkur í fyrramáliðNjarðvíkingar eigna sér landsliðsmann – Reppaði grænt í stúkunni á nágrannaslagMesta tekjuaukning frá stofnun Isavia – Gríðarleg fjölgun farþega um KeflavíkurflugvöllBláa lónið [...]