sudurnes.net
Hlutverk neyðarstjórnar breytist - Local Sudurnes
Hlutverk neyðarstjórnar Reykjanesbæjar mun breytast nú þegar Covid-faraldurinn virðist vera í rénun. Neyðarstjórn fylgist áfram með þróun Covid-19 en mun auk þess huga að samfélagslegum og fjárhagslegum áhrifum heimsfaraldursins. Hópurinn verði minnkaður verulega frá því sem nú er og verði helst ekki fleiri en 5-7 en áfram verður fundað tvisvar í viku. Fjöldi funda verður þó endurskoðaður eftir þörfum og fjölgað ef þarf. Lögð verður áhersla á að fylgjast með þróun faraldurs og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins út frá samkomuviðmiðum sem eru í gildi hverju sinni og þau viðfangsefni sem þarf að vinna og fylgja eftir og eru tilkomin vegna áhrifa faraldursins á samfélagið. Fulltrúar hópa sem vinna við þessi viðfangsefni fara yfir stöðuna á fundunum, með áherslu á eftirfarandi: 1. Atvinnuleysi/ fjölgun starfa: Súlan, verkefnastjóri Sigurgestur 2. Fjárhagslegar afleiðingar: Skrifstofa fjármála, verkefnastjóri Regína 3. Velferð og lýðheilsa íbúa: Velferðarsvið, verkefnastjóri Guðrún Áfram verður haldið góðu sambandi við Vinnumálastofnun, lögreglu, HSS, félagsþjónustu og neyðarstjórnir annarra sveitarfélaga, menntastofnanir, SAR, ISAVIA o.fl. Með þessu fyrirkomulagi skapast yfirsýn yfir þá vinnu og aðgerðir sem Reykjanesbær hefur ráðist í vegna þeirrar stöðu sem við nú stöndum fyrir, segir í fundargerð. Meira frá SuðurnesjumFrá Ritstjóra: Kærar þakkir!Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum í kjölfar rafmagnsleysisVilja setja [...]