sudurnes.net
Hlutfallslega fjölgar íbúum mest í Vogum - Local Sudurnes
Hlutfallslega hefur fjölgun íbúa á árinu verið mest á Suðurnesjum eða um 5,3% sem er fjölgun um 1.651 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.465 frá 1. desember 2022 til. 1. desember 2023 sem er um 3%. Mesta fjölgunin, hlutfallslega er í Vogum. Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum í Sveitarfélagsinu Vogaum fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2022 um 12,3%, en íbúum þar fjölgaði um 172 íbúa, samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem birtar voru í morgun. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.293 íbúa á árinu. Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2022. Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Meira frá SuðurnesjumÍbúafundur um fjárhagsáætlun SandgerðisbæjarReykja­nes­bær er fjórða fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­insKjarnorkutilraun Norður Kóreu mældist á ReykjanesiHæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á SuðurnesjumVinna að umferðaröryggisáætlunVilja byggja fjölbýlishús í Grindavík – Vöntun á minni íbúðumTrampólín- og tunnufjúkveður í kortunumVilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á SuðurnesjumÆrslabelgur á ÁsbrúAðlögunaráætlun samþykkt – “Reiknum með að lækka útsvar bæjarbúa til jafns við það sem gengur og gerist”