Nýjast á Local Suðurnes

Hlutfall innflytjenda 27% af íbúum Suðurnesja – Pólverjar lang fjölmennasti hópurinn

Reykjanesbær hefur staðið fyrir pólskri menningarhátíð undanfarin tvö ár - Ljósmynd: Reykjanesbær / Tomasz Lenart

Hlut­fall inn­flytj­enda af mann­fjölda var mest á Suður­nesj­um í byrjun árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en þar voru 26,6% inn­flytj­enda af fyrstu eða ann­arri kyn­slóð.

Alls voru 50.272 inn­flytj­end­ur á Íslandi eða 14,1% mann­fjöld­ans sem er fjölg­un frá því í fyrra þegar þeir voru 12,6% lands­manna (43.736). Fjölg­un inn­flytj­enda held­ur því áfram en frá ár­inu 2012 hef­ur þeim fjölgað úr því að vera 8,0% mann­fjöld­ans upp í 14,1%.

Pól­verj­ar lang fjöl­menn­asti hóp­ur inn­flytj­enda hér á landi. Um ára­mót voru ein­stak­ling­ar frá Póllandi 38,1% allra inn­flytj­enda. Þar á eft­ir koma ein­stak­ling­ar frá Lit­há­en, 5,7% og Fil­ipps­eyj­um, 3,9%.

Samkvæmt tölum Hagstofu fengu 247 ein­stak­ling­ar alþjóðlega vernd en þeir voru 226 árið 2017 og hefur því fjölgað lítillega. Flest­irhöfðu írask­an rík­is­borg­ara­rétt, þar á eft­ir komu flótta­menn með sýr­lenskt rík­is­fang. Um­sækj­end­um á ár­inu fækkaði hins veg­ar um tæp­lega þriðjung frá ár­inu 2017. Þeir voru 731 árið 2018, sam­an­borið við 1.068 árið 2017.