sudurnes.net
Hlutaúttekt á HSS: Aðgengi að læknisþjónustu er ábótavant og langur biðtími - Local Sudurnes
Árangur heilsugæslu Heilbrigðisstofnunnar Suðuðunesja, hvað varðar gæði og öryggi er ekki sýnilegur, samkvæmt skýrlu hlutaúttektar Embættis Landlæknis á starfsemi stofnunarinnar. Úttektin er áfellisdómur yfir stjórnendum heilsugæslunnar, en stofnunin vinnur ekki eftir eigin stefnumörkun eða aðgerðaráætlun og ekki var að heyra hjá stjórnendum að til stæði að leggja af stað í slíka vegferð á næstunni. Úttekt Landlæknisembættisins tók til atriða er varða stefnumörkun, stjórnun, vinnubrögð starfsfólks, gæðastarf og öryggismenningu, mönnun, húsnæði og aðbúnað – Úttektin var unninn með heimsókn á HSS, þar sem fundað var með yfirmönnum stofnunarinnar, auk þess sem rætt var við lækna og hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Þá voru skoðaðar fyrirliggjandi upplýsingar varðandi ábendingar, kvartanir, atvikaskráningu og tilkynningar um alvarleg atvik. Halldór Jónsson forstjóri HSS var ekki viðstaddur úttektarheimsóknina. Í úttektinni kemur fram að þjónustukönnun ekki verið gerð síðan árið 2012 og gæðavísar ekki notaðir. Það er því erfitt að meta gæði og öryggi þjónustunnar, að mati skýrsluhöfunda, sem telja þó að Heilsugæsla HSS hafi á að skipa hæfu starfsfólki sem gerir sitt besta oft við erfiðar aðstæður. Aðgengi að læknisþjónustu á dagvinnutíma er ábótavant, biðtími eftir tíma hjá sérstökum lækni langur. Hjúkrunarmóttaka er hins vegar öflug á dagvinnutíma og sinnir margvíslegum verkefnum. Um skipulagða þverfaglega teymisvinnu er ekki að ræða. [...]