Nýjast á Local Suðurnes

Hissa á af­skipt­um lög­reglu en skellt í varðhald

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð til 4. mars næstkomandi yfir karli á sex­tugs­aldri sem er grunaður um ít­rekaðan þjófnað á varn­ingi úr frí­höfn í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

Maðurinn var hand­tek­inn nú síðast í flug­stöðinni og fannst í fór­um hans töluvert magn af síga­rettukart­onum, áfengi og ilm­vötnum.

Í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­ness kem­ur fram að þegar lög­regla hafi rætt við mann­inn hafi hann lítið viljað tjá sig og verið hissa á af­skipt­um lög­reglu. Maður­inn er einnig grunaður um að standa að stór­felld­um þjófnaði í frí­höfn­inni áður, þá í sam­starfi við þrjá aðra.

Þá er maðurinn einnig grunaður um stórfellda líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu.