Nýjast á Local Suðurnes

Hinn fullkomni grillborgari – Góð ráð sem fáir vita af!

Það er fátt betra á flottum sumardegi en að gera sinn eigin hamborgara frá grunni og skella á grillið, en það eru nokkur góð ráð sem vert er að skoða áður en lagt er í verkið, meira að segja leynast inn á milli góð ráð sem fáir vita af.

Auglýsing: Ef þú vilt ekki nota hendurnar við hamborgaragerðina

Það er mikilvægt uppá bragðið að nota gott nautahakk og krydda vel.

rett kjöt

Best er að pressa kjötið vel með fingurgómunum og mikilvægt að hafa borgarann jafn stóran brauðinu og rétt rúmlega það.

pressa

Hér er svo gott ráð sem ekki allir vita um, þrýstið þumalfingri á miðjan borgrann – Þetta verður til þess að hann skreppur ekki eins mikið saman við grillun og heldur löguninni.

þumall

Stillið grillið á “medium” hita, leggjið borgarana á og mikilvægt er að loka grillinu – Það vill stundum gleymast en borgararnir eldast betur á lokuðu grilli

grillun

Best er að snúa borgurunum þegar vökvinn er kominn á yfirborðið og borgaranir festast ekki lengur við grindina

snúningur

Grilltíminn fer svo eftir því hvernnig menn vilja hafa þá – Fyrir medium grillaða borgara eru u.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið nóg en fyrir well-done ætti að hafa þá aðeins lengur á grillinu.

tilbúinn

heimild og myndir: Foodnetwork.com