sudurnes.net
Herða reglur um samkomubann - Ekki fleiri en 20 saman - Local Sudurnes
Heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að tak­marka sam­kom­ur enn frek­ar en áður vegna hraðari út­breiðslu COVID-19 í sam­fé­lag­inu. Viðburðir þar sem fólk kem­ur sam­an verða tak­markaðir við 20 manns í stað 100 áður. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. Helstu áhrif frek­ari tak­mörk­un­ar: All­ar fjölda­sam­kom­ur þar sem fleiri en 20 manns koma sam­an eru óheim­il­ar meðan tak­mörk­un­in er í gildi. Á það jafnt við hvort sem fólk kem­ur sam­an í op­in­ber­um rým­um eða einka­rým­um. Hvar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga. Á öll­um vinnu­stöðum eða þar sem önn­ur starf­semi fer fram skal vera tryggt að ekki séu fleiri en 20 ein­stak­ling­ar í sama rými. Þess­ar tak­mark­an­ir eiga einnig við um al­menn­ings­sam­kom­ur og aðra sam­bæri­lega starf­semi. Sér­stak­ar regl­ur gilda um mat­vöru­versl­an­ir og lyfja­búðir. Þar verður heim­ilt að hafa allt að 100 manns inni í einu, að því gefnu að hægt sé að halda a.m.k. 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Ef mat­vöru­versl­an­ir eru yfir 1.000 m2 er heim­ilt að hleypa til viðbót­ar ein­um ein­stak­lingi fyr­ir hverja 10 m2 þar um­fram en þó aldrei fleiri en 200 viðskipta­vin­um. Lok­un sam­komu­staða og starf­semi vegna sér­stakr­ar smit­hættu Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðvum, skemmtistöðum, [...]