Nýjast á Local Suðurnes

Herða reglur um samkomubann – Ekki fleiri en 20 saman

Heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að tak­marka sam­kom­ur enn frek­ar en áður vegna hraðari út­breiðslu COVID-19 í sam­fé­lag­inu. Viðburðir þar sem fólk kem­ur sam­an verða tak­markaðir við 20 manns í stað 100 áður.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Helstu áhrif frek­ari tak­mörk­un­ar:

  • All­ar fjölda­sam­kom­ur þar sem fleiri en 20 manns koma sam­an eru óheim­il­ar meðan tak­mörk­un­in er í gildi. Á það jafnt við hvort sem fólk kem­ur sam­an í op­in­ber­um rým­um eða einka­rým­um.
  • Hvar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga.
  • Á öll­um vinnu­stöðum eða þar sem önn­ur starf­semi fer fram skal vera tryggt að ekki séu fleiri en 20 ein­stak­ling­ar í sama rými. Þess­ar tak­mark­an­ir eiga einnig við um al­menn­ings­sam­kom­ur og aðra sam­bæri­lega starf­semi.
  • Sér­stak­ar regl­ur gilda um mat­vöru­versl­an­ir og lyfja­búðir. Þar verður heim­ilt að hafa allt að 100 manns inni í einu, að því gefnu að hægt sé að halda a.m.k. 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Ef mat­vöru­versl­an­ir eru yfir 1.000 m2 er heim­ilt að hleypa til viðbót­ar ein­um ein­stak­lingi fyr­ir hverja 10 m2 þar um­fram en þó aldrei fleiri en 200 viðskipta­vin­um.

Lok­un sam­komu­staða og starf­semi vegna sér­stakr­ar smit­hættu

  • Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðvum, skemmtistöðum, spila­söl­um, spila­köss­um og söfn­um skal lokað meðan á þess­um tak­mörk­un­um stend­ur.
  • Starf­semi og þjón­usta sem krefst mik­ill­ar ná­lægðar milli fólks eða skap­ar hættu á of mik­illi ná­lægð er óheim­il. Þar und­ir fell­ur allt íþrótt­astarf og einnig all­ar hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stof­ur og önn­ur sam­bæri­leg starf­semi. Þetta á einnig við um íþrótt­astarf þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um búnaði get­ur haft smit­hættu í för með sér, s.s. skíðalyft­ur.

Þrif og sótt­hreins­un al­menn­ings­rýma

  • Í öll­um versl­un­um, op­in­ber­um bygg­ing­um og á öðrum stöðum inn­an­dyra þar sem um­gang­ur fólks er nokk­ur skal þrifið eins oft og unnt er, sér­stak­lega al­genga snertifleti.
  • Við alla inn­ganga skal tryggja aðgang að sótt­hreins­andi vökva fyr­ir hend­ur og eins víða um rými og tal­in er þörf á, s.s. við af­greiðslu­kassa í versl­un­um.

Und­an­skilið ákvörðun um hert­ar tak­mark­an­ir

  • Sér­stök aug­lýs­ing sem áður hef­ur verið birt gild­ir um tak­mörk­un skóla­starfs. Þó skal fylgja fjar­lægðarmörk­um um tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga eft­ir því sem það á við og mögu­legt er, einkum gagn­vart eldri börn­um.
  • Tak­mörk­un­in gild­ir ekki um nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu sem ekki get­ur beðið.
  • Tak­mörk­un­in tek­ur hvorki til alþjóðaflug­valla og -hafna, né til loft­fara og skipa.

Und­anþágur

  • Heil­brigðisráðherra get­ur veitt und­anþágu frá tak­mörk­un á sam­kom­um í þágu alls­herj­ar­reglu eða ör­ygg­is rík­is­ins eða til vernd­ar lífs eða heilsu manna eða dýra.
  • Sótt­varna­lækn­ir get­ur veitt und­anþágu frá sótt­kví vegna sam­fé­lags­legra ómiss­andi innviða sem mega ekki stöðvast vegna lífs­bjarg­andi starf­semi, s.s. raf­orku, fjar­skipta, sam­gangna, heil­brigðis­starf­semi, lög­gæslu, sjúkra­flutn­inga og slökkviliða.
  • All­ar und­anþágur sem veitt­ar hafa verið vegna sótt­kví­ar falla úr gildi og þurfa þeir sem slíkt hafa fengið að sækja um að nýju sé þörf á því.

Heil­brigðisráðherra mun birta í Stjórn­artíðind­um nýja aug­lýs­ingu um tak­mörk­un á sam­kom­um í stað þeirr­ar eldri sem fell­ur þar með úr gildi. Gild­is­tími verður óbreytt­ur, þ.e. til 12. apríl næst­kom­andi. Tak­mörk­un­in tek­ur til lands­ins alls. Stjórn­völd end­ur­meta tak­mörk­un­ina eft­ir því sem efni standa til, hvort held­ur til að aflétta henni fyrr, eða fram­lengja gild­is­tím­ann.