Nýjast á Local Suðurnes

Helmingur félagsmanna VSFK misst vinnuna að hluta eða öllu leyti

Um helmingur félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis hefur misst vinnuna að hluta eða öllu leyti undanfarna daga. Þá hafa rúmlega sex þúsund umsóknir borist Vinnumálastofnun á Suðurnesjum, þar af um helmingur um skert starfshlutfall.,

Frá þessu er greint á vef RÚV, en þar er haft eftir Guðbjörgu Kristmundsdóttur formanni VSFK að staðan sé þung og að töluvert margir félagsmenn hafi haft samband við stéttarfélagið og sagt frá brotum vinnuveitenda sem neita að greiða laun í sóttkví. Guðbjörg segir að sum fyrirtæki séu jafnvel ekki í stakk búin að greiða þetta.

Þá er haft erftir Hildi Jakobínu Gísladóttur, forstöðumanni Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum að 3066 umsóknir um skert starfshlutfall og örugglega um 3000 umsóknir aðrar hafi borist stofnuninni og segir Hildur þetta vera með ólíkindum og býst við að þetta haldi aðeins áfram.