Nýjast á Local Suðurnes

Helgi Jónas með nýja bók – Safnar fyrir fjölskyldur sem eiga erfitt fjárhagslega

Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik og núverandi líkamsræktarfrömuður með meiru, var að gefa út sína þriðju bók. Bókin ber heitið “Little lessons on Basketball conditioning” og í henni er farið í gegnum þolþjálfun fyrir körfubolta. Bókina er hægt að nálgast frítt á netinu næstu klukkustundir en einnig er tekið við frjálsum framlögum. Það er Grindavík.is sem greinir frá.

Bókin átti upprunalega að koma út 20. janúar en Helgi ákvað að flýta útgáfunni og láta allan ágóða af sölu hennar renna í gott málefni en Helgi og Arnfríður eiginkona hans standa fyrir söfnun fyrir fjölskyldur sem standa illa fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda yfir jólin.

Bókina má nálgast með því að smella hér og á vefsíðunni eru einnig allar nánari upplýsingar um söfnunina.