Nýjast á Local Suðurnes

Helgi hættir sem forstjóri United Silicon

Mynd: United Silicon - Helgi er lengst til hægri á myndinni og þórður lengs til vinstri

Helgi Þórhallsson mun láta af störfum sem forstjóri United Silicon á næstunni, en hann hefur gengt stöðunni síðan um mitt ár 2015. Þetta herma öruggar heimildir Suðurnes.net, Þá herma heimilidir einnig að Helgi muni sinna störfum sínum þar til gengið verður frá ráðningu á nýjum aðila í stöðu forstjóra fyrirtækisins.

Helgi, sem á að baki 35 ára starfsreynslu í kísiliðnaðinum, hefur meðal annars starfað fyrir ELKEM á Íslandi, auk þess sem hann hefur komið að mörgum kísilverkefnum allan heim meðal annars í Kína og Inónesíu fyrir utan Noreg og Ísland.