Nýjast á Local Suðurnes

Heilsuganga með Skessunni á fimmtudag

Reykjanesbær og Skessan í hellinum munu standa fyrir heilsueflingarviðburði fyrir alla fjölskylduna fimmtudaginn 4. júní næstkomandi.  Gengið eða skokkað verður frá hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn og út í smábátahöfnina eftir göngustígnum við sjávarsíðuna.

Um er að ræða 1,6 km langa gönguferð eða skokk þar sem allir geta tekið þátt og notið útivistar í okkar fallega sveitarfélagi. Bæjarstjórinn og Skessan munu taka þátt og vonandi sem flestir bæjarbúar, ungir jafnt sem aldnir.

Allir sem ljúka göngunni og skila inn þátttökunúmerunum hafa möguleika að vera dregnir út og vinna heilsueflingarglaðning.  Þegar allir þátttakendur eru komnir í mark mun jógabílinn sjá um að liðka þátttakendur.

 

Dagskrá:

  • Mæting: kl. 16:30 við Hafnarvogina fyrir ofan Keflavíkurhöfn
  • Ræsing:  kl. 16:45
  • Jógabíllinn við smábátahöfnina kl.: 17:15
  • Útdráttur – heilsueflingarglaðningar:  kl. 17:45
  • Dagskrárlok eru áætluð kl. 18:00

 

Framkvæmd  er í höndum 3N og Reykjanesbæjar.