Nýjast á Local Suðurnes

Heiðabúar á ferð og flugi – Myndir og myndband!

Um 120 þáttakendur frá Íslandi, þar af fjórir frá Skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ munu næstu tvær vikurnar taka þátt í alheimsmóti skáta í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.

Heiðabúar bætast í hóp rúmlega 46.000 skáta sem koma frá 152 löndum allstaðar að úr heiminum og hittast í í anda alþjóðlegs bræðralags og friðar. Þessum ungmennum og fullorðnu baklandi þeirra gefst færi á að lifa, starfa og skemmta sér saman á meðan að á mótinu stendur, kynnast ólíkum bakgrunni og menningarheimum hvors annars og stofna til vinskaps til lífstíðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og myndband frá ferðalagi Heiðabúa til Bandaríkjanna og hér má fylgjast með fjölbreyttu starfinu.