Nýjast á Local Suðurnes

Heiða Hannesar á leið í stofn- frumuaðgerð – Stefnan sett á að fara einu sinni á ári

Frá styrktarkvöldi Heiðu Hannesar sem haldið var í sumar

Bjarn­heiður Hann­es­dótt­ir er á leið í aðra stofn­frumumeðferð til Ind­lands þann 30. október næstkomandi. Þessi ferð verður töluvert styttri en sú fyrsta, segir á styrktarsíðu Heiðu en stefnan er sett á að dvelja á Indlandi í um mánuð.

Við erum spennt að fara aftur út og halda áfram verkefninu okkar í leit að bættri heilsu fyrir hana Heiðu mína og vonandi að ryðja braut fyrir aðra.

Þessi ferð okkar verður helmingi styttri núna og allt svona auðveldara, við vitum svona nokkurnvegin hvað bíður okkar. Stefnan er svo að reyna að fara út einusinni á ári í kannski 5ár einn mánuð í senn.

Rúm 500.000 söfnuðust á styrktarkvöldi – Vantar töluvert uppá ennþá

Þessi meðferð kostar okkur 20.000 dollara plús flugfar og ýmis kostnaður úti, myndatökur,lyf og fleira og vinnutap hjá mér. Okkur hefur gengið ágætlega að safna fyrir þessu og aðal söfnunin var Maraþonhlaup Íslandsbanka og þar söfnuðust um 700.000kr þar sem ég og Heiða hlupum 10km og svo hélt Hermann Ragnarsson (föðurbróðir Heiðu) upp á afmælið sitt á og það var einnig styrktarkvöld fyrir Heiðu þar sem Hemmi afþakkaði allra gjafir og benti fólki á Styrktarsjóð Heiðu Hannesar og þar söfnuðust um 530.000kr. Takk Hemmi.

Það vantar töluvert uppá ennþá, staðan hjá okkur er þá með öllu sem til var á reikningnum ásamt mánaðarlegur styrkjum um 2.400.000 kr. Vonandi reddast þetta og viljum við enn og aftur þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðnig og þökkum alla þá hlýju sem við höfum fundið, segir á styrktarsíðu Heiðu.

Hægt er að styrkja Heiðu með því að leggja inná styrktarreikning 0133-26-10190 Kt. 510714-0320 eða með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 907 3501 (1000 kr), 907 3503 (3000 kr) eða 907 3505 (5000 kr)