sudurnes.net
Hegðun fólks í hagsveiflum - Local Sudurnes
Kreppur koma og fara – aftur og aftur. Í sögulegu samhengi hafa 20 kreppur gengið yfir Ísland á síðustu 140 árum eða að meðaltali á sjö ára fresti (1). Efnahagskerfið okkar gengur í hringi rétt eins og svo margt annað í okkar lífi. Við gætum líkt þessu ferli við árstíðirnar og góðæri, kreppa, uppsveifla og samdráttur verður okkar efnahagslegu sumur, vetur, vor og haust. Öll endurtekin hringrás skapar venjur og við hegðum okkur mismunandi eftir því hvar við erum stödd í ferlinu. Við eigum aðrar venjur að sumri en að vetri og lundarfar okkar er annað að vori en að hausti. Hegðun okkar er í grófum dráttum þannig að við eyðum þegar við erum örugg og höldum að okkur höndum þegar við eru óörugg. Haukur Hilmarsson – Fjármálaráðgjafi Þessar endurteknu aðstæður í efnahagskerfinu getum við notað til að meta hvenær til dæmis næsta kreppa er væntanleg. Samkvæmt rannsóknum dr. Dan Geller (2) aðlagar fólk sig að fjórum stigum efnahagshringrásarinnar með því að endurtaka sex fjármálahegðunarmunstur – 3 tengd eyðslu og 3 tengd aðhaldi. Langa megrunin Í kreppu förum við í megrun, langa megrun. Við höldum að okkur höndum með því að sleppa öllum stóru hlutunum. Við kaupum okkur ekki nýja bíla eða stór [...]