Nýjast á Local Suðurnes

Hefja kennslu í Dalshverfi í tímabundnu húsnæði í haust

Færanlegar skólastofur við Akurskóla

Skólastarf mun hefjast í nýjum grunnskóla í Dalshverfi í haust, en Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í uppsetningu og fullnaðarfrágang á tímabundnu húsnæði fyrir nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Húsnæðið verður á einni hæð og er flatarmál þess um 600 fm. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými.

Fyrsta árið verður skólinn rekinn af stjórnendum Akurskóla, kennsla verður fyrir nemendur í 1. – 3. bekk, sem búsettir eru í Dalshverfi.