Nýjast á Local Suðurnes

Hefja gjaldtöku á hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Orka náttúrunnar mun hefja gjaldtöku á hleðslustöðvum sínum fyrir rafbíla þann 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur.

Fyrirtækið mun í lok árs 2018 reka yfir 30 stöðvar um allt land, en fyrirtækið rekur eina slíka á Fitjum í Reykjanesbæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að algengur hraðhleðslutími hér á landi sé upp undir 20 mínútur, en að erlendis sé tíminn um 10-12 mínútur. Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur.