Nýjast á Local Suðurnes

Hefja alþjóðlega fjársöfnun – “Hætt­um ekki fyrr en við jörðum þessa verk­smiðju”

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sam­tök and­stæðinga stóriðju í Helgu­vík stefna á að hefja fjár­söfn­un á Karolina­fund á næstu dögum til að standa und­ir kostnaði við fyr­ir­hugaða hóp­mál­sókn fyr­ir hönd íbúa Reykja­nes­bæj­ar gegn United Silicon sem rek­ur kís­il­ver í Helgu­vík.

Á fjöl­menn­um íbúa­fundi, sem haldinn var í Stap­a í gær­kvöldi, kom einnig fram að mögu­lega verði einnig farið í mál við fleiri aðila vegna verksmiðjunnar.

„Vilj­um við að Bítla­bær­inn okk­ar fal­legi endi sem kís­il­bær­inn í sögu­bók­um kom­andi kyn­slóða?“ spurði Ein­ar Már Atla­son, formaður sam­tak­anna, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. „Við hætt­um ekki fyrr en við jörðum þessa verk­smiðju.“

Þá sóttust samtökin eftir styrk frá Reykjanesbæ og var beiðnin tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Ráðið sá sér ekki fært að styrkja samtökin að þessu sinni.