Nýjast á Local Suðurnes

Hefðu getað fengið 2,4 milljónir á mánuði – Hver finnst þér að laun sviðsstjóra ættu að vera?

Töluverður tími fór í umræður um hækkun á launum sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi í dag, en eins og fram hefur komið munu launin hækka um rúmar 100.000 krónur á mánuði og verða eftir hækkun um rúmlega 1,4 milljónir króna á mánuði.

Umræðan fór um víðan völl og var málið rætt fram og til baka á rúmri klukkustund. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi, benti meðal annars á þá staðreynd að um föst laun væri að ræða, launin gætu orðið mun hærri væri yfirvinna reiknuð með í dæmið eða allt að 2,4 milljónir á mánuði miðað við þær forsendur sem Guðbrandur gaf á fundinum, en hann benti meðal annars á að sviðsstjórar þyrftu að taka símann kvölds og morgna auk þess að skrifa þyrfti minnisblöð um hin ýmsu mál að beiðni bæjarfulltrúa bæri svo undir. Við á Suðurnesinu getum tekið undir það með Guðbrandi að sviðsstjórar eru gegnum gangandi duglegir við að svara fyrirpurnum okkar á kvöldin og um helgar ef svo ber undir.

Guðbrandur spurði bæjarfulltrúa hvað þeim fyndist að ætti að fara í launaumslag sviðsstjóra og nefndi í því sambandi nokkrar tölur sem eru hér fyrir neðan – Hann fékk engin svör á fundinum en hver finnst þér að launin ættu að vera?

Hver ættu mánaðarlaun sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ að vera?

View Results

Loading ... Loading ...