Nýjast á Local Suðurnes

Hárið fékk að fjúka fyrir UNICEF – Myndband!

Suðurnesjamærin Sólborg Guðbrandsdóttir tekur þátt í starfsemi UNICEF-samtakanna af fullum hug, en á dögunum náiðst markmið söfnunar fyrir börn í Mjanmar, sem þurftu að flýja heimili sín. Markmiðið var að safna yfir einni og hálfri milljón króna, og tækist það myndi hár Sólborgar fá að fjúka.

Takmarkið náðist og fengu fylgjendur Sólborgar á SnapChat að fylgjast með klippingu hársins í kjölfarið, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.