sudurnes.net
Hár Sólborgar fær að fjúka fyrir börn í neyð - Local Sudurnes
Neyðarsjóður UNICEF stendur þessa dagana fyrir söfnun, en sjóðurinn aðstoðar þau 300 þúsund börn sem hafa þurft að flýja til Bangladesh í kjölfar ofbeldisöldu í Mjanmar. Aðstæður barnanna eru mjög erfiðar; þau eru hrædd, svöng og hafa mörg hver upplifað algjöran hrylling, segir á heimasíðu UNICEF. Suðurnesjamærin Sólborg Guðbrandsdóttir tekur þátt í starfsemi samtakana af fullum hug, en náist markmið söfnunarinnar um að safna yfir einni og hálfri milljón króna, mun hár Sólborgar fá að fjúka. Nú þegar hefur safnast rúmlega ein milljón króna. Sólborg mun fjalla betur um málið á snapchat (sunnykef) á næstu dögum og leyfa áhugasömum að fylgjast með framvindu mála. Hægt er að leggja málefninu lið með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 og styrkja þannig málefnið um 1500 krónur. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum millifærslu í reikningsnúmerið 701-26-102050 – kt. 481203-2950. Meira frá SuðurnesjumHárið fékk að fjúka fyrir UNICEF – Myndband!Sjáðu Ísland-England með augum Jóhanns D Bianco – Myndband!Um 40.000 manns hafa horft á Gæa og félaga borða úldna síld – Myndband!Iceredneck bestur í tippinu og boltasparkinu – Myndband!Snappari og rappari keppa í pizzugerð – Þú getur kosið hér!Gefa 60% af innkomunni til HSSHeiðabúar á ferð og flugi – Myndir og myndband!Garðar [...]