Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur eftir ferð í vínbúð

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 144 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hans bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá var ökumaður, sem var að koma frá vínbúð, handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.

Eitthvað var um umferðaróhöpp í umdæminu í vikunni en þau voru öll minni háttar og lítil eða engin meiðsl hlutust af þeim