sudurnes.net
Handtekinn fyrir kannabisræktun í þvottahúsi - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í þvottahúsi í heimahúsi síðastliðinn föstudag. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tveggja poka með kannabisefnum. Húseigandi játaði eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaÁrekstrar og föst ökutæki víðsvegar á SuðurnesjumReykjanesbrautin á óvissustig og gæti verið lokað með stuttum fyrirvaraGrindvíkingum ekki hleypt inn í bæinn um helginaHöfnuðu tilboði sem var 205% yfir kostnaðaráætlunLeita manns sem er talinn hafa fallið ofan í sprunguMikil hætta á að hraun renni yfir hitaveituæðNýtt verklag við lokunarpósta