Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn fyrir kannabisræktun í þvottahúsi

Myndin tengist ekki umræddu máli

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í þvottahúsi í heimahúsi síðastliðinn föstudag. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tveggja poka með kannabisefnum. Húseigandi játaði eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.