sudurnes.net
Handtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut - Ók á bifreið sem endaði langt utanvegar - Local Sudurnes
Maður á fimmtugsaldri var handtekinn þann 20. desember síðastliðinn, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi á tvöföldum kafla Reykjanesbrautarinnar – Mun maðurinn vera grunaður um að hafa ekið aftan á bifreið sem endaði í kjölfarið um 100 metrum fyrir utan veg. Þetta kemur fram í helgarútgáfu DV og á vef blaðsins. Blaðamaður miðilsins ræddi við manninn sem um ræðir, sem þvertók fyrir það að hafa verið handtekinn. „Ég bað lögregluna um far í vinnuna,“ sagði maðurinn þegar hann var spurður hvers vegna lögreglan hafi ekið honum af slysstað. Að sögn DV kunni hann þó engar skýringar á því af hverju lögreglan vistaði hann í fangaklefa meðan á frumrannsókn málsins stóð. Þá kemur einnig fram á vef miðilsins að heimildir séu fyrir því að lögreglan muni krefjast þess að bifreiðin sem maðurinn ók umræddan morgun, Tesla-rafbifreið að verðmæti um 20 milljóna króna, verði gerð upptæk á grundvelli 107. greinar umferðarlaga. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkKjaradeila kennara – Óttast að kennarar muni ekki draga uppsagnir til bakaDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliAðstoðuðu tvo í sjálfsvígshugleiðingumHækka aldurstakmark og bjóða upp á vinsælar ballhljómsveitirReykjanesbær boðar Umhverfisstofnun á fund – “Munum ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa”Fækkar í einangrun og sóttkví [...]