sudurnes.net
Handsamaður eftir að hafa stolið 11 pökkum af kjúklingabringum - Local Sudurnes
Lögreglumenn á Suðurnesjum handsömuðu síðdegis í fyrradag karlmann á fertugsaldri sem var á sprettinum eftir að hafa stolið 11 pakkningum af kjúklingabringum úr Bónus. Bringunum, að verðmæti rúmlega 23 þúsund krónur, hafði maðurinn troðið í bakpoka sem hann var með og hljóp svo út úr versluninni. Tveir starfsmenn Bónuss hlupu á eftir honum austur Reykjanesbraut en komust ekki í návígi við hann því þá kastaði hann til þeirra grjóti. Maðurinn henti bakpokanum frá sér á hlaupunum þegar hann varð eftirfararinnar var. Hann var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð og sleppt að því búnu. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík og Keflavík fara vel af stað í Inkasso-deildinniSælgæti troðið framan í smettið á krökkunum á NettómótiRændu verðmætum af unglingum vopnaðir járnrörumBarry á sigurbraut – Sjáðu glæsilega körfu Elvars Más!Skemmtistaður gjörónýtur eftir eldsvoðaTónlistarhátíðin Keflavíkurnætur seinna á ferðinni í árGeimfarar næla í flotta söngkonuFélagar í Leikfélagi Keflavíkur halda uppi stemningu í Ævintýragöngu fjölskyldunnarKeflavíkurnætur 12.-14. ágúst – Þýski diskóboltinn Haddaway kemur framKeflavíkursigur í grannaslag