Nýjast á Local Suðurnes

Handhafi CPJ Freedom Press Award ber vitni í máli meints fíkniefnabaróns gegn Atla Má

Rannsóknarblaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz mun bera vitni í aðalmeðferð meiðyrðamáls Guðmundar Spartakusar Ólafssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni fyrir Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Ruiz mun bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað, en Atli Már hvetur alla þá sem vilja hlýða á Ruiz að mæta í sal 2 í Héðasdómi klukkan 09:15 á fimmtudagsmorgun.

Skaðabótakrafa fíkniefnabarónsins meinta á hendur Atla Má hljóðar upp á tíu milljónir króna.

“Ruiz sérhæfir sig í fréttaflutningi af fíkniefnasmyglurum og morðingjum sem hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar reynt að drepa hann.” Segir Atli Már á Fésbókarsíðu sinni, en hann segir blaðamanninn vera fyrirmynd sína, “Þetta er fyrirmynd mín þegar það kemur að blaðamönnum – hann gefst ekki upp þrátt fyrir þúsundir morðhótana og fjölda skotárása. Cándido segir sannleikann og þess vegna vilja öflug glæpasamtök og spilltir stjórnmálamenn sjá hann undir grænni torfu.” Segir Atli Már.