Nýjast á Local Suðurnes

Hálka eða hálkublettir víða á Reykjanesi

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka eða hálkublettir víða á suður og suðvesturlandi, meðal annars á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Garðvegi, Sandgerðisvegi og Suðurstrandarvegi. Þá er hált á Hafnavegi.

Á vef Veðurstofu Íslands er hinsvegar greint frá því að víða sé ágætt ferðaveður á Suðurlandi, þó er búist við því að það muni hvessa í kvöld og nótt, en þar á bæ spá sérfræðingar norðan og norðaustan 13-20 m/s á morgun, hvassast SA-til. Snjókoma eða él N- og A-lands, annars úrkomulaust að kalla. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landins.