sudurnes.net
Haldlögðu mikið magn af landa og sterum - Local Sudurnes
Mikið magn af landa, sterar og kannabisplöntur fundust í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudag þegar húsleit var framkvæmd að fenginni heimild. Jafnframt voru á staðnum eimingartæki til áfengisframleiðslu. Það sem blasti við þegar inn var komið voru fáeinar kannabisplöntur í pottum og aðrar sömu tegundar sem vafið hafði verið inn í handklæði. Kannabisfræ fundust einnig. Þá fundust tugir ampúla með ætluðum sterum. Rúmlega tuttugu hálfs lítra flöskur með landa voru einnig haldlagðar svo og ein glerkrús með krana. Loks fundust tvær stórar fötur, einnig með landa í. Tveir karlmenn voru handteknir og hafa þeir verið yfirheyrðir. Meira frá SuðurnesjumHækka laun sviðstjóra hjá Reykjanesbæ um 122 þúsund krónur á mánuðiRæða launahækkanir sviðsstjóra á þriðjudag – Ólíklegt að hækkanir verði dregnar til bakaKeflvíkingar á toppnum í jólafríinu eftir sigur á StjörnunniFjórir fóru út af á Reykjanesbraut – Einn fluttur á slysadeildMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnEkið á kyrrstæða bifreið á ReykjanesbrautNjarðvíkursigur í alvöru “El Classico”Fjöldi umferðaróhappa á Suðurnesjum – Dópaður festist á hringtorgiTveir snarpir skjálftar á sömu mínútuÖkumenn tóku norðurljósin fram yfir öryggi í umferðinni