Nýjast á Local Suðurnes

Hald lagt á Tesla bifreið fyrrverandi forstjóra USi – Valdur að slysi á allt að 183 km hraða

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á kröfu héraðssaksóknara um að hald yrði lagt á Teslu-bifreið Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra og stjórnarformanns United Silicon. Magnús var handtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut þann 20. desember síðastliðinn.

Í frétt RÚV af úrskurði Hæstaréttar kemur fram að Magnús hafi krafist þess að fá bíl sinn aftur og sagði málið afar einfalt. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum vegna ytri aðstæðna og því sé ekkert tilefni til ítarlegrar og íþyngjandi rannsóknar.

Héraðssaksóknari segir gögn málsins benda til þess að forstjórinn fyrrverandi hafi ekið bílnum með vítaverðum hætti á allt að 183 kílómetra hraða. Sömu gögn bendi til þess að hann hafi keyrt ítrekað síðustu fimm mínúturnar fyrir slysið á yfir 160 kílómetra hraða á klukkustund – Gögnin sem sýna fram á þennan hraða voru fengin í gegnum boðskiptatæki bílsins, frá framleiiðanda.