sudurnes.net
Hafa tekið sýni úr um 300 einstaklingum - 34 smitaðir á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Einstaklingum sem smitaðir eru af kórónuveirunni fjölgaði um fjóra undanfarinn sólarhring á Suðurnesjum samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is. Þannig eru nú 34 smit staðfest á Suðurnesjum. Alls sæta 422 einstaklingar sóttkví á Suðurnesjum samkvæmt sama vef. Þá kom fram í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunnar Suðuenesja í gær að um 300 sýni hafi verið tekin hjá stofnuninni á undanförnum dögum. Enn er forgangsraðað í sýnatökur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, eins og annarsstaðar á landinu, eftir tilmælum Landlæknis. Ekki er hægt að taka sýni hjá öllum sem uppfylla þau skilyrði sem til þarf og eru sýnatökur háðar mati læknis. Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook, en þar eru birtar nýjustu fréttir frá stofnuninni. Meira frá SuðurnesjumÁ fimmtahundrað Suðurnesjamenn komnir í sóttkvíTvö ný smit og tæplega 300 í sóttkvíSmituðum fjölgar lítillega á Suðurnesjum – Forgangsraðað í sýnatökur450 einstaklingar sæta sóttkví á SuðurnesjumLandsbankinn selur Miðland – Var einn af stærstu lántakendum SparisjóðsinsBreytingar á reglugerð munu kosta Sandgerðishöfn milljónir króna árlega34 veiktust í búðkaupsveislu í Sandgerði – Mengað lambakjöt líklega orsökinTruflun á umferð og strætóferðumÍslensk hönnun á besta stað í FLE í mars – Hönnuðir hvattir til að sækja um þátttöku23% íbúa á Suðurnesjum eru innflytjendur