Nýjast á Local Suðurnes

Hafa lagt hald á 32 kíló af sterkum fíkniefnum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er þessu ári lagt hald á 32 kíló af sterkum fíkniefnum, þar af 28 kíló af kókaíni. Söluerðmæti efnanna sem hald hefur verið á er tæplega hálfur milljarður króna, en ef miðað er við verðkönnun SÁÁ frá því í júní síðastliðnum kostar grammið af kókaínu um 13.000 krónur.

Töluvert hefur borið á fréttum af því að landamæraverðir hafi haldlagt kókaín í flugstöðinni að undanförnu, en  fjórir hafa verið handteknir á undanförnum vikum, nú síðast var íslensk kona stöðvuð í Leifsstöð með fimmtíu pakkningar af kókaíni í nærfötunum og amfetamín í smelluláspoka.