sudurnes.net
Hafa áhyggjur af mönnun skóla og leikskóla - Local Sudurnes
Stjórnendur í leikskólum í Reykjanesbæ lýsa yfir áhyggjum af því að í ljósi fjölgunar leikskóla og stækkunar annarra skóla sé hætt við að ekki verði hægt að fullmanna alla skóla bæjarins í haust, en erindi þessa efnis var tekið fyrir á fundi menntaráðs á dögunum. Menntaráð leggur til að starfshópur verði myndaður til að skoða starfsaðstæður barna og starfsfólks í leikskólum Reykjanesbæjar nánar til að mæta þeim áhyggjum sem leikskólastjórnendur lýsa yfir, koma með tillögur til úrbóta og kostnaðarmat þeirra. Lagt er til að í hópnum verði leikskólafulltrúi, sviðsstjóri menntasviðs, mannauðsstjóri, kjörnir fulltrúar í menntaráði, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi leikskólakennara, fulltrúi starfsfólks leikskóla og fulltrúi foreldra leikskólabarna. Meira frá SuðurnesjumTímamótasamningur Reykjanesbæjar og íþróttafélagannaKynna drög að framtíðarsýn um Sjóarann síkátaSveitarfélög óska eftir morgunhönumTugir komust í gegnum landamæraeftirlit á fölsuðum skilríkjumTíu starfsmenn Isavia á fullu við að finna bílastæði fyrir farþegaVilja byggja 74 íbúðir við Hafnargötu 12 – Opinn kynningarfundurNýr forstjóri HS Orku ráðinn á næstunni – Þetta eru hæfniskröfurnar!Svona mun flugstöðin líta út eftir breytingar – MyndbandTýndur Keflavíkurannáll loks fundinnVill einkavæðingu: “Engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll”