Nýjast á Local Suðurnes

Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hreyfli á Boeing 777 flugvél

Tilkynnt var um gult hættustig á Keflavíkurflugvelli í kvöld, en um er að ræða næst­hæsta hættustigið. Tilkynningin barst vegna leka í hreyfli á Boeing 777 flugvél sem var að búa sig til lend­ing­ar á flugvellinum.

Flugvél­in, sem er frá Tur­k­men­ist­an Air­lines var með sex manns innanborðs, en ekki var um að ræða farþegaflug. Sam­kvæmt fréttum mbl.is var slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um atvikið, auk lög­regl­u á Suður­nesj­um, viðbragðsaðilar voru ræst­ir út frá báðum stöðum og sendi slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sjúkra­bíla í Straums­vík þar sem þeir biðu í viðbragðsstöðu.

Flug­vél­in lenti um klukkan hálftólf og gekk lendingin vel. Eng­in meiðsli urðu á fólki. Hættu­stig­inu var í fram­hald­inu af­lýst.